Hér getur þú fylgst með hvað ég er að bauka og brasa, hugsanir og vangaveltur, ferðir og upplifanir - Góða skemmtun !!

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Nytt blogg !

www.gibbagibb.blog.is

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Hestaferdin 2006



Já, daman fór í 12 daga langa hestaferd um Nordurlandid. Allt í allt um thad bil 300 km hring í kringum Myvant thar sem ferdin hófst og endadi vid Akureyri. Svei mér thá :) Thetta var alveg ótrúleg og næstum ólysanleg lífsreynsla. Thessi hestaferd var 30 ára afmælisgjöfin mín frá pabba og Lilju. Pabbi stakk upp á thessu i fyrra og ég ákvad bara ad kíla á thetta. Mikid er jeg hamingjusöm med ad hafa thegid thessa líka gódu gjöf. Thó svo ad á stundum hafi mér nú verid nokkud illt í ÖLLUM líkamanum thá var thetta frábær upplifun, bædi fyrir líkama og sál. Nálægdin vid náttúruna og hestana er svo gefandi og endurnærandi. Svo ekki ad tala um ferdafélagana. Vid vorum ca 16 talsins og ca helminginn thekkti ég fyrir og hina var ég ad hitta í fyrsta skipti. Èg ætla nú ekki ad fara ad tylja alla upp hér og nú en í stuttu máli er víst óhætt ad segja ad ég hafi varla getad óskad mér betri ferdafélaga. Skemmtileg blanda af fólki fra öllum landshlutum og atvinnustéttum.

föstudagur, júlí 21, 2006

Rigningadansinn


Hver hefdi haldid ad litli Íslendingurinn gæti ordid svona kátur í rigningunni :) Èg vaknadi í morgun og í fyrsta skipti í sjö vikur var himininn ekki blár thegar ég opnadi augun og leit út um gluggann. Èg stökk á fætur (gerist venjlega ekki svo hratt -snooza ca 5 sinnum) og hentist út á svalir og dróg andann eins djúpt og ég mögulega gat. Andrúmsloftid var ferskt og létt og allt ordid hreint aftur.

Hér er nefnilega búid ad vera frekar HOT í svolítid langan tíma. Thetta var víst mjög diplómatsík frásögn. Thad er búid ad vera alveg ofsalega suddalega heitt í skuggalega langan tíma. Thad var verid ad banna einnota grill á öllu landinu í fyrradag vegna brunahættu. Thad útskyrir adstædur nokkud vel. Mesti hiti sumarsins var í gær, 33,4 grádur. Gamla hitametid er thó enn á sínum stad: 36,5 grádur í ágúst 1975.

Èg sé nú reyndar út um gluggan núna ad sólin er farin ad skína aftur...! Svo thessi vatnsgledi var stutt ad thessu sinni. Èg er nú ad fara ad koma heim á klakann -ætli ég fái ekki nokkra dropa thar :)

Ì tilefni thess ad ég sé komin á bloggi aftur ætla ég ad senda ykkur litla mynd af mér. Já, hvernig stendur á thví ad ég sé ad blogga? Hljóta sumir ad spyrja út í loftid. Thad er nú thökk sé nánustu ættingja og vina sem nefna thetta ödru hverju, thó án thess ad kvarta :) Og thad sem sennilega gerdi útslagid var ad Inga Dóra er svo rosalega dugleg á Blogginu sínu og ég er ekki frá thví ad thad hefur veitt mér smá innblástur ...plús: ég verd nú ad manna mig upp í smá blogg ..annad slagid ;)

laugardagur, apríl 15, 2006

Gleðilega páska

..og lyklaborðsæfingar og blogg-þjálfunin er að vakna til lífsins ásmt öðrum vorboðum :-)

Jussús hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast. Það var víst fyrir jól :-o

Ef ég skrifa um allt sem hefur gerst síðustu mánuðina þá líður ekki löngu þar til ég hef samið on-line-ævisögu ..svo ætli ég stikli ekki á stóru og svo fylli ég upp í eyðurnar í næstu bloggum.

Fyrsta frétt: Ég kem til Íslands laugardaginn 29. apríl sem er alveg bara rétt bráðum ..hlakka mikið til! Verð í viku. Kem svo aftur í ágúst í heimsreisu-hesta-hálenda-ferðina miklu!!

Ja, ég er enn í "nýju" vinnunni og líður mjög vel þar (www.clausenoffset.dk). Það sem enn betra er er að stofan uppgötvaði loksins (betra seint en aldrei) að þau geta ekki án mín verið og eru þar ad leiðandi búin að bjóða mér fastráðningu -sem ég (eftir laaaaaanga og vandaða umhugsun -ca 5 mín.) ad sjálfsögðu þáði :-)

Gamla, litla og ekki síður fína og kósí íbúðin er nú öll að koma til. Mamma kom og var hjá mér í apríl og hafði ýmislegt með sér í ferðatöskunni. Fyrir utan yndilsega samveru, þrif- og hreingerningaraðstoð, ljúfa og skemmtilega daga þá kom hún líka með fullt af snildar góðum hugmyndum og lausnum á hinum ýmsu aðstæðum og "vandamálum" sem annars höfu valdið mér höfuðverkjum. Svo kom mamma með einu góðu hugmyndina á eftir annarri og ég ætlaði varla að geta sofið sumar nætur vegna spennings og tilhlökknar. Hlakkaði svo mikið til að geta byrjað á einvherjum af verkefnunum. Núna eru ca 2 vikur síðan hún fór heim aftur og Bubbulínu Byggir leikurinn er enn í fullum gangi hjá mér. TIl dæmis komin ný borðplata í eldhúsið sem leysti eldhúsborð-stólar-þvottavélar vandamálið mikla.

Jæja, fleiri fréttir í næsta bloggi. Ætlaði að setja mynd inn á bloggið (ef einhver skildi vera búin að gleyma mér þar sem ég mun ekki vinna "öflugust-í-blogginu" verðlaunin þetta árið) en er ekki alveg að finna snúruna í myndavélina svo hún kemur næst. Algjöt vesen þegar maður er búin að taka svo vel til í draslinu sínu að maður finnur ekki neitt í neinu!

Kærar páskakveðjur til allra ...og kjúklinaknúsar
ps. eruð þið ekki til í að skrifa mér páksaeggja-málshættina ykkar ..það tilheyrir páksunum.

þriðjudagur, desember 13, 2005

I ökla eda eyra

Já, thad er annad hvort eda.

Mikid er gaman ad lesa öll kommentin sem ég fæ :-) Nú finn ég ad Blogg-andinn er kominn yfir mig og ég lofa hér med ad vera ögn duglegri vid ad segja ykkur.

Èg kem Inga Dóra mín -thú losnar ekki svo audveldlega vid mig. Èg hlakka líka mikid til ad hitta thig og ad vera med á thessum stóra degi. Útskriftin -hin eina og sanna. Èg man eftir minni eins og hún hefdi verid í gær :-) Èg mun allavega gera mitt besta til ad gera daginn thinn gódan og eftirminnilegan.

Mikid hlakka ég nú til ad hitta ykkur öll. Og til ad sjá nyja Kóngabælid. Betra seint en aldrei: Innilega til hamingju med ad vera flutt og med söluna á íbúdinni. Jólin verda alveg pottthétt yndisleg í nyju klædunum -efast thad ekki. Lengi lifi jólin og allar litlu hefdirnar.

Jæja, ég skrifa meira seinna -og thad verdur ad öllum líkindum frá Ìslandinu góda.

Jólasveinku-kvedjur frá Gydu

fimmtudagur, desember 08, 2005

Lif i Odense

Svo reynum vid aftur... (ar buin ad skrifa og var ad fara ad senda af stad og tha hvarf thad bara...! Ø Bø..)

Her er eg!

Engar afsaknir -verum ekkert ad eyda dyrmætum bloggtima i afsakanaskriftir.

hmmm... i stuttu mali:

Vinnan: Enn a Clausen Offset og lidur alveg einstaklega vel. Litli tulipaninn (eg) er i bloma thratt fyrir vetrartima.
Ibudin: Gengur hægt en tho fram a vid. Badherbergid er her med tilbuid -jubbi. Mamma gaf mer nytt rum og eg sef eins og engill i thvi. Sef nu reyndar alltaf eins og engill en nuna sef eg svo bara eins og egill an bakverkja :-) Er lika enn ad venjast vidattunni -rumid er 2 x stærra en thad gamla. Halfgert ferdalag thegar eg tharf ad sløkkva a vekjaraklukkunni.
Ferdaløg: For til Køben og hitti Hjørdisi og Ola fyrir nokkrum helgum. Rosa gaman. Strikid, kaffihus, Tivoli, veitingastadir, djamm og kultur.. Allt thad klassiska. Svaf meira ad segja a bedda vid rumstokkinn hja theim ..voda huggulegt hja okkur.
Almennt: Hlakka alveg rosalega til ad sja ykkur øll um jolin. Kem heim fimmtudaginn 15. des og verd til 3. jan.

Ætla ad kvedja ykkur i bili. Hafid thad gott og sjaumst fljotlega.
Knusar og jolasveinakossar fra Gibbu

fimmtudagur, október 13, 2005

Fjør a fimmtudegi

Ansi er vikan nú fljót ad lída!

Thad er víst óhætt ad segja ad thad hafi ymislegt gerst hjá mér undanfarna daga. Á thridjudeginum fundadi ég med yfirmønnunum og their tilkynntu mér med tár í augunum ad, eins og stadan er í dag, thá væri thetta sídasta vikan mín ad thessu sinni :-( Ø bø.. Ég ad sjálfsøgdu voda leid og sorry yfir thessu en ákv ad horfa fram á vid og dreif mig í ad sækja um 2 stødur sem ég hafdi séd í sunnudagsbladinu. Nú, svo kom midvikudagur og rétt eftir hádegi kom bossinn til mín og dróg mig afsídis. Med bros á vør spurdi hann hvort thad væri nokkud hægt ad panta næstu viku líka ..thrátt fyrir thad sem hann sagdi daginn ádur. Hratt breytast vindarir í thessum blessada bransa og thar sem ég er af klakanum fræga med allar vindáttir í einu (á gódum degi) thá brosti ég til baka og sagdi ad ég væri ótrúlegt en satt laus i næstu viku (júbí jeij).

Èg var meira ad segja ad verda kvefud og hálf lasin en thegar ég fékk gódu fréttina hætti ég greinilega vid, thví thegar ég vaknadi í morgun var ég eins og nysleginn túskildingur :-)

En thetta er ad sjálfsøgdu bara eins og ádur, ekkert fast og vid tøkum eina viku í einu -næstum bara nokkra daga í einu eins og stadan er núna. Allt getur gerst...

Kærar gledi-kvedjur frá Gibbu

mánudagur, október 10, 2005

Manudagur til mædu..

...og thad med réttu. Hefdi getad sofid allan daginn... Held ég hafi slegid heimsmet i vekjaraklukkukasti i morgun :-)

Ég er nú bara rétt ad prófa hvernig thad gengur ad blogga hédan úr vinnunni ..hihihi! Thad fóru allir á einhvern fund svo ég er Palli-er-einn-i-heiminum og thá er um ad gera ad stelast pínu pons ;-)

Dagurinn er nokkud thétt setinn og nóg ad gera hjá mér. Fer svo beint í yoga og hlakka mikid til ..og thá sérstaklega til afsløppunarinnar sem er undir lok timans. Rosa notó og mér tekst ad sofna i hvert skipti. Ligg eins og klessa á gólfinu og hryt i takt vid tónlistina.

Vinnu-kvedja frá Gydu

sunnudagur, október 09, 2005

Sunnudagur til sælu

Íslensku stafirnur virkuðu fínt ...og þeir gerðu það líka í fyrri bloggum! Ekkert mál fyrir Jón Pál.

Mánudagur á morgun og enn ein vikan að byrja. Tíminn flýgur hratt ... á gervihnattaöld.. Ég talaði við yfirmennina í síðustu viku og ég verð allavega út næstu viku. Þeir höfðu vonast til að geta gefið mér aðeins nákvæmari upplýsingar um framtíðina og veru mína í fyrirtækinu en ég fæ þær vonandi í næstu viku.

Ég var að tína epli hér fyrrihluta dags og er því komin með góðan vetrarlager af eplum. Góðum, safaríkum og óeitruðum eplum. Fengum rosa gott veður og nutum þess að hoppa á milli trjáa í stuttermabolum og söndulum. Veðrið hefur verið hálf ótrúlegt hér í Danmörku frá því ágúst. Veðurfræðingarir eru alveg á öndinni yfir þessu öllu saman.

Er núna að reyna að huga mig upp í taka pínu til í litlu íbúðinni minni. Henni veitir víst ekki af. En svo datt mér í hug að skrifa smá til ykkar og þá var ég ekki lengi að skutla ryksugunni út í horn og tuskunni inn í skáp!

Fyrir fótboltaaðdáendur þá eru smá möguleikar á að Danir komist í heimsmeistarakeppnina eftir að þeir unnu Grikkland í gær. Reyndar hundleiðilegur (svaf í gegnum allann fyrsta hálfleikinn) leikur en þeir unnu.

Hlakka til að sjá nýja setur Kóngafólksins. Innilega til hamingju með nýju höllina. Hver segir svo að það sé eingin konungsfjölskylda á Íslandi? Við erum "the royal family in Iceland" ;-)

Kærar sunnudagkveðjur frá Gyðunni

Smá prufa...

Er að athuga hvernig íslensku stafirnir fíla enska bloggið. Því ef þeir geta hagað sér vel þá væri náttúrulega best að geta skrifað á al-íslensku en ekki þessarri alþjóðlegu-tölvu-íslensku :-) Ætla sem sé að blogga þessar setningar og svo athuga hvort að þetta sé læsilegt.

Við vonum hið besta ...

þriðjudagur, október 04, 2005

Þriðjudagur til þrautar

Æði æði.. það er meira að segja að eftirsókn í fréttir hér á litlu blogg síðunni minni. Þá verð ég nú að fara að tuska mig til og reyna að þóknast þessari eftirspurn.

Fréttir:
1. Vinnan: Er að vinna hjá fyrirtæki sem er prentsmiðja og teiknistofa (auglýsingarstofa) undir sama þaki. Og ég er að sjálfsögðu á teiknistofunni. Svolítið skemmtileg blanda af fólki. Því þarna eru prentarar sem sjá fyrir verkamannsandanm og bröndurunum sem því fylgir, hönnunarheimurinn með frjálslega hugsandi og hugmyndaríku fólki (og einstaka furðufuglum) og svo er að sjálfsögu hið týpiska skrifstofufólk (yfirmenn, yfir-yfirmenn, bókhaldarar, símadömur, sölumenn og ..) sem er ein tegundin í viðbót af fólki. Svolítið íhaldsamt, bæði í hugsun og klædaburði og allt öðruvísi brandarar en hjá prenturunum :-) Þetta er í rauninni alveg dýrleg blanda af fólki úr öllum hillum samfélagsins. Mér finnst það æði og í raun er þetta draumastarfið mitt! Gallinn er svo bara sá að ég er ekki fastráðin ..ennþá (bjartsýni Íslendingurinn fyrnist seint). Ég er sem sé enn að vinna í því að sannfæra fólkið um að það geti ekki án mín verið :-) Fæ kannski einhver svör í lok vikunnar.

2. Íbúðin: já... ég er svona hægt og rólega að koma mér fyrir og þar undirstrika ég "hægt og rólega"! Þetta kemur allt með kalda vatninu. Reynslan hefur kennt mér að ég er einstaklega afkastamikil rétt áður en ég fæ heimsókn svo ég mæli eindregið með því að þið tilkynnið komu ykkar hér á Thuresensgade. Þá fer kannski eitthvað rótækt að gerast. Annars líður mér alltaf betur og betur hérna og barasta komin með smá heimilisfiðring í kroppinn yfir þessu öllu. Ótrúlegt hvernig við mannfólkið erum. Við erum varla búin að stinga síðasta hælnum í tjaldið áður en við erum farin að tala um að fara "heim" í tjaldið eða í útlöndum á einhverju tveggja stjörnu lulla hótelherbergi og það verður líka, á methraða, að heimili manns. En... þegar maður flytur með alla sýna búslóð og þar að auki löglega skráður til húsa í viðkomandi íbúð .. já nei nei.. þá tekur það allt í einu marga mánuði að fá þessa blessuðu heimilistilfinningu.

3. Hvað er ég að gera þegar ég er ekki að vinna og ekki þykjast vera innanhúsarkítekt?: Hmmm.. hvar á ég að byrja? Ég hef fengið mörg góð ráð frá enn fleiri vinum og vandamönnum undanfarna mánuði. Sumt heyrir maður og gerir ekkert í því, sumt heyrir maður alls ekki, sumt þykist maður heyra og svo eru nokkur tilvik þar sem maður heyrir og gerir. Eitt af þeim ráðum sem ég hef tekið alvarlega í bókstaflegri merkingu er: Reyndu að hafa eitthvað fyrir stafni: ný áhugamál, vera með vinum og stunda íþróttir. Þetta eru orðin hálfgerð trúarbrögð hjá mér þar sem ég hef verið dugleg við að bauka ýmislegt. Ég fer út að hlaupa og fer í hjólatíma. Er byrjuð í veggjaklifri og yoga og er að athuga með reiðnámskeið. Fer sennilega í könnunarleiðangur nr. 2 á laugardaginn og vonast til að komast á bak. Svo hef ég sjaldan farið eins mikið í bíó og kaffihús eins og ég hef gert undanfarna mánuði. Og nei, ég er ekki búin að fara á nein stefnumót hér í baunaveldi. Hef ekki tíma í það ...hahahaha! Svo eins og þið heyrið þá er nóg að gera hjá mér en alls ekki of mikið.

Jæja, kæru vinir og vandamenn. Núna er ég orðin ansi sibbin og ætla að fara að bursta tennurnar og stinga mér í háttinn. Það var nú bara nokkuð gaman að sitja hér upp í sófa og skrifa til ykkar. Hver veit nema þetta verði fastur viðburður.

Kærar kveðjur og faðmlög frá Gyðunni

mánudagur, ágúst 29, 2005

Fyrsta tilraun

Um ad gera ad fá sér svona blogg... svo allir geti nú fylgst med thví sem ég er ad bauka.

Thetta er sem sé jómfrúar-bloggid-mitt! Húrra fyrir mér :-)

Ætla adeins ad reyna ad átta mig á allri thessarri nýmódins tækni -hvad snýr upp og hvad snýr nidur- svo kem ég aftur og skrifa adeins meira ótharfa upplýsingar fyrir alla addáendurna mína (tharf víst líka fyrst ad finna thá...)

Kær kvedja frá Gydu