Hér getur þú fylgst með hvað ég er að bauka og brasa, hugsanir og vangaveltur, ferðir og upplifanir - Góða skemmtun !!

sunnudagur, október 09, 2005

Sunnudagur til sælu

Íslensku stafirnur virkuðu fínt ...og þeir gerðu það líka í fyrri bloggum! Ekkert mál fyrir Jón Pál.

Mánudagur á morgun og enn ein vikan að byrja. Tíminn flýgur hratt ... á gervihnattaöld.. Ég talaði við yfirmennina í síðustu viku og ég verð allavega út næstu viku. Þeir höfðu vonast til að geta gefið mér aðeins nákvæmari upplýsingar um framtíðina og veru mína í fyrirtækinu en ég fæ þær vonandi í næstu viku.

Ég var að tína epli hér fyrrihluta dags og er því komin með góðan vetrarlager af eplum. Góðum, safaríkum og óeitruðum eplum. Fengum rosa gott veður og nutum þess að hoppa á milli trjáa í stuttermabolum og söndulum. Veðrið hefur verið hálf ótrúlegt hér í Danmörku frá því ágúst. Veðurfræðingarir eru alveg á öndinni yfir þessu öllu saman.

Er núna að reyna að huga mig upp í taka pínu til í litlu íbúðinni minni. Henni veitir víst ekki af. En svo datt mér í hug að skrifa smá til ykkar og þá var ég ekki lengi að skutla ryksugunni út í horn og tuskunni inn í skáp!

Fyrir fótboltaaðdáendur þá eru smá möguleikar á að Danir komist í heimsmeistarakeppnina eftir að þeir unnu Grikkland í gær. Reyndar hundleiðilegur (svaf í gegnum allann fyrsta hálfleikinn) leikur en þeir unnu.

Hlakka til að sjá nýja setur Kóngafólksins. Innilega til hamingju með nýju höllina. Hver segir svo að það sé eingin konungsfjölskylda á Íslandi? Við erum "the royal family in Iceland" ;-)

Kærar sunnudagkveðjur frá Gyðunni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home