Hér getur þú fylgst með hvað ég er að bauka og brasa, hugsanir og vangaveltur, ferðir og upplifanir - Góða skemmtun !!

fimmtudagur, desember 08, 2005

Lif i Odense

Svo reynum vid aftur... (ar buin ad skrifa og var ad fara ad senda af stad og tha hvarf thad bara...! Ø Bø..)

Her er eg!

Engar afsaknir -verum ekkert ad eyda dyrmætum bloggtima i afsakanaskriftir.

hmmm... i stuttu mali:

Vinnan: Enn a Clausen Offset og lidur alveg einstaklega vel. Litli tulipaninn (eg) er i bloma thratt fyrir vetrartima.
Ibudin: Gengur hægt en tho fram a vid. Badherbergid er her med tilbuid -jubbi. Mamma gaf mer nytt rum og eg sef eins og engill i thvi. Sef nu reyndar alltaf eins og engill en nuna sef eg svo bara eins og egill an bakverkja :-) Er lika enn ad venjast vidattunni -rumid er 2 x stærra en thad gamla. Halfgert ferdalag thegar eg tharf ad sløkkva a vekjaraklukkunni.
Ferdaløg: For til Køben og hitti Hjørdisi og Ola fyrir nokkrum helgum. Rosa gaman. Strikid, kaffihus, Tivoli, veitingastadir, djamm og kultur.. Allt thad klassiska. Svaf meira ad segja a bedda vid rumstokkinn hja theim ..voda huggulegt hja okkur.
Almennt: Hlakka alveg rosalega til ad sja ykkur øll um jolin. Kem heim fimmtudaginn 15. des og verd til 3. jan.

Ætla ad kvedja ykkur i bili. Hafid thad gott og sjaumst fljotlega.
Knusar og jolasveinakossar fra Gibbu

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Gyða mín
Það verður gott að fá þig heim í
jólastresið erum farin undirbúa
jóladaginn þegar við öll fjölskydan verðum samankomin í Mánatúni.Kv.Afi

9/12/05 5:49 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið var!!!!
Hlakka óskaplega til að fá þig heim. Hér er lítið jólalegt, aðalega rigning og rok en við íslendingar látum það ekki á okkur fá, allir keppast við að skreyta bæði innandyra og utandyra hjá sér með jólaljósum, ekki veitir af því það er alveg hræðilega dimmt hér þessa dagana. Það mætti alveg koma smá jólasnjór.
Sjáumst svo bara hressar og kátar á Íslandinu góða.Við eigum örugglega eftir að hugga okkur saman bæði fyrir jól og svo um hátíðirnar. Við höldum hefðbundin jól, með sama góða fólkinu á aðfangadagskvöld en á nýjum stað, það verður gaman og ég hlakka til.
Kveðja Sigga frænka

10/12/05 12:14 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hó Gyða mín.
Hlakka mikið til að renna í hlað á Keflavíkurflugvelli n.k. fimmtudag til að sækja þig.
Veit ekki hvað fréttaþjónustan er góð hjá Baunum en hún Unnur Birna varð ungfrú Heimur í dag. Þriðja íslenska fallegasta í heimi á 20 árum. Frábært hjá henni.
Af því ég svo lélegur í jólakortum og veit að öll fjölskyldan les þetta langar mig til að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Svona smá vef-jólakort með aðstoð Gyðu.
Kær kveðja: Einar.

11/12/05 12:08 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku Gyða mín :)
Pabbi var að segja mér áðan að þú værir með blogg... ekki datt mér það í hug :p

En vá hvað ég hlakka til að hitta þig! Er búin að hugsa svo mikið til þín undanfarið... sakna þín alveg svakalega :*

Útskriftin sjálf er kl. 14 á föstudaginn og veislan kl. 17:30 á föstudaginn ;) hlakka ekkert smá til! og ég er svo glöð að þú ert að koma og verða með mér þennan dag :) eða ætlaru að beila mig? hehe :p

Kiss og knús frá klakanum!!!

13/12/05 12:32 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home