Hér getur þú fylgst með hvað ég er að bauka og brasa, hugsanir og vangaveltur, ferðir og upplifanir - Góða skemmtun !!

laugardagur, apríl 15, 2006

Gleðilega páska

..og lyklaborðsæfingar og blogg-þjálfunin er að vakna til lífsins ásmt öðrum vorboðum :-)

Jussús hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast. Það var víst fyrir jól :-o

Ef ég skrifa um allt sem hefur gerst síðustu mánuðina þá líður ekki löngu þar til ég hef samið on-line-ævisögu ..svo ætli ég stikli ekki á stóru og svo fylli ég upp í eyðurnar í næstu bloggum.

Fyrsta frétt: Ég kem til Íslands laugardaginn 29. apríl sem er alveg bara rétt bráðum ..hlakka mikið til! Verð í viku. Kem svo aftur í ágúst í heimsreisu-hesta-hálenda-ferðina miklu!!

Ja, ég er enn í "nýju" vinnunni og líður mjög vel þar (www.clausenoffset.dk). Það sem enn betra er er að stofan uppgötvaði loksins (betra seint en aldrei) að þau geta ekki án mín verið og eru þar ad leiðandi búin að bjóða mér fastráðningu -sem ég (eftir laaaaaanga og vandaða umhugsun -ca 5 mín.) ad sjálfsögðu þáði :-)

Gamla, litla og ekki síður fína og kósí íbúðin er nú öll að koma til. Mamma kom og var hjá mér í apríl og hafði ýmislegt með sér í ferðatöskunni. Fyrir utan yndilsega samveru, þrif- og hreingerningaraðstoð, ljúfa og skemmtilega daga þá kom hún líka með fullt af snildar góðum hugmyndum og lausnum á hinum ýmsu aðstæðum og "vandamálum" sem annars höfu valdið mér höfuðverkjum. Svo kom mamma með einu góðu hugmyndina á eftir annarri og ég ætlaði varla að geta sofið sumar nætur vegna spennings og tilhlökknar. Hlakkaði svo mikið til að geta byrjað á einvherjum af verkefnunum. Núna eru ca 2 vikur síðan hún fór heim aftur og Bubbulínu Byggir leikurinn er enn í fullum gangi hjá mér. TIl dæmis komin ný borðplata í eldhúsið sem leysti eldhúsborð-stólar-þvottavélar vandamálið mikla.

Jæja, fleiri fréttir í næsta bloggi. Ætlaði að setja mynd inn á bloggið (ef einhver skildi vera búin að gleyma mér þar sem ég mun ekki vinna "öflugust-í-blogginu" verðlaunin þetta árið) en er ekki alveg að finna snúruna í myndavélina svo hún kemur næst. Algjöt vesen þegar maður er búin að taka svo vel til í draslinu sínu að maður finnur ekki neitt í neinu!

Kærar páskakveðjur til allra ...og kjúklinaknúsar
ps. eruð þið ekki til í að skrifa mér páksaeggja-málshættina ykkar ..það tilheyrir páksunum.