Hér getur þú fylgst með hvað ég er að bauka og brasa, hugsanir og vangaveltur, ferðir og upplifanir - Góða skemmtun !!

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Hestaferdin 2006



Já, daman fór í 12 daga langa hestaferd um Nordurlandid. Allt í allt um thad bil 300 km hring í kringum Myvant thar sem ferdin hófst og endadi vid Akureyri. Svei mér thá :) Thetta var alveg ótrúleg og næstum ólysanleg lífsreynsla. Thessi hestaferd var 30 ára afmælisgjöfin mín frá pabba og Lilju. Pabbi stakk upp á thessu i fyrra og ég ákvad bara ad kíla á thetta. Mikid er jeg hamingjusöm med ad hafa thegid thessa líka gódu gjöf. Thó svo ad á stundum hafi mér nú verid nokkud illt í ÖLLUM líkamanum thá var thetta frábær upplifun, bædi fyrir líkama og sál. Nálægdin vid náttúruna og hestana er svo gefandi og endurnærandi. Svo ekki ad tala um ferdafélagana. Vid vorum ca 16 talsins og ca helminginn thekkti ég fyrir og hina var ég ad hitta í fyrsta skipti. Èg ætla nú ekki ad fara ad tylja alla upp hér og nú en í stuttu máli er víst óhætt ad segja ad ég hafi varla getad óskad mér betri ferdafélaga. Skemmtileg blanda af fólki fra öllum landshlutum og atvinnustéttum.